Ekkert nýtt undir sólinni

Auðvitað er ekki forsvaranlegt að vísa barni úr strætó vegna fargjalds, en það er ekkert nýtt og mun örugglega ekki breytast.  Auðvitað er nýbúið að hækka fargjaldið og kanski ekki allir sem átta sig á því strax en aftur á móti má segja það að ef bílsjóranrir eiga að gefa sjénsa og einn kemst upp með að borga bara 100 kr þá kannski reyna fleiri það - aftur og aftur og hvenær eiga þá bílsjórarnir að hætta að gefa sjénsa? 

En svona tilfelli eru ekki ný af nálinni og hafa ekki endilega þótt fréttnæm áður. 

Fyrir 20 árum síðan var 7 ára dóttir mín á leið heim með strætó - frá Hlemmi og inn í Kópavog, hún týndi strætómiðanum sínum og fékk þess vegna ekki far með vagningum, hennar ævintýri endaði með því að hún gekk alla leið heim í Vesturbæ Kópavogs - næstum 2ja klukkutíma ganga þar sem hún rataði ekki alveg rétta leið.  Hún lét sig hafa þetta en lærði að passa framvegis vel upp á miðana sína. 

 


mbl.is Níu ára barni með skólatösku vísað úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband